FYRIRTÆKIÐ

Fígaró er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu náttúrusteins auk þess að reka steinsmiðju. Fyrirtækið tekur einnig að sér niðurlagnir á náttúrustein, viðgerðir á eldri stein auk þess að bjóða upp á aðstoð við val á hágæða vörnum og hreinsiefnum fyrir náttútustein frá þýska framleiðandanum AKEMI.

Fígaró hóf starfsemi sína vorið 2006 og hefur frá fyrstu stundu leitast við að vera alltaf með helstu nýjungar á boðstólum og veita faglega, skjóta og góða þjónustu.

Verið velkomin í Fígaró – þar sem listaverk náttúrunnar fá að njóta sín.