KVARTS STEINN

Kvarts steinn er unnin steinafurð. Við framleiðslu kvarts steinsins er nýtt það besta úr marmara og kvarsi með því að mylja steintegundirnar niður, blanda í þær litar- og bindiefnum áður en steinninn er svo aftur pressaður saman. Útkoman er afar slitsterkt efni með lokaðra yfirborð en hefðbundinn náttúrusteinn. Kvarts steinninn er til í ýmsum litaafbrigðum og með mismunandi kornastærðum. Hann hentar afar vel sem gólf- og veggefni, í borðplötur jafnt sem utanhússklæðningar. Erlendis hefur hann verið notaður bæði á flug- og lestarstöðvar sem segir sitt um styrkleikann og endinguna.

KVARTS STEINN - Gris Serena
KVARTS STEINN - Canaletto
KVARTS STEINN - Bianco Titanio
KVARTS STEINN - Madreperla
KVARTS STEINN - Rigel